*

Bílar 16. desember 2017

Verðlaunaður sendibíll á markað

Sendibíllinn býður upp á hagnýtar lausnir fyrir daglega notkun sem uppfylla ólíkar þarfir.

Nýr Volkswagen Crafter er nú kominn á markað hér á landi en bíllinn var frumsýndur í síðasta mánuði. Crafter var valinn Sendibíll ársins (International van of the year) er nýr. Nýr Crafter er með 2 lítra TDI vél sem skilar 177 hestöflum. Hann er í boði með 8 þrepa sjálfskiptingu og fram-, aftur- og fjórhjóladrifi.

Eldsneytiseyðslan er frá 7,5 lítrum miðað við tölur frá framleiðanda. Crafter er því nokkuð sparneytinn og allhagkvæmur sendibíll. Sendibíllinn býður upp á hagnýtar lausnir fyrir daglega notkun sem uppfylla ólíkar þarfir. Ef nota á rennihurðina á Crafter til að hlaða farmi er hleðslubreiddin þar 1,30 m á bílum með miðlungs og langt hjólhaf, sem er ein mesta breiddin í þessum flokki bíla. Hægt er að fá aðra rennihurð bílstjóramegin sem aukabúnað, auk rennihurðar með festingarstoppi í 780 mm til að auðvelda hleðslu og affermingu þegar ekki þarf að opna hurðina til fulls.

Nánar er fjallað um málið í Atvinnubílum, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Volkswagen  • Bílar