*

Sport & peningar 25. febrúar 2018

Verðmætasta liðið í NBA

New York Knicks er metið á 3,3 milljarða dollara samkvæmt Forbes tímaritinu.

Þrátt fyrir New York Knicks hafi síðast orðið meistari árið 1973 er liðið talið það verðmætasta í NBA-deildinni samkvæmt lista sem Forbes tímaritið birti í byrjun febrúar. Knicks er metið á 3,6 milljarða dollara. Verðmæti liðsins hefur aukist um 9% á einu ári og er það ekki síst vegna mikilla endurbóta sem gerðar voru á Madison Square Garden, heimavelli Knicks. Endurbæturnar hafa aukið tekjumöguleika liðsins mikið.

Í öðru sæti á lista Forbes er Los Angeles Lakers, sem er metið á 3,3 milljarða dollara. Golden State Warriors er í þriðja sæti, metið á 3,1 milljarða. Að meðaltali eru liðin 30 metin á 1,65 milljarða dollara. Það lið sem er í neðsta sæti á listanum er new Orleans Pelicans, sem er metið einn milljarð dollara.