*

Menning & listir 7. júlí 2014

Verðmætustu plöturnar

Eintak af verðmætustu smáskífu heims getur selst fyrir 40 milljónir á uppboði.

Við fráhvarf geisladiska hafa vínyl plötur komið aftur í tísku og er nú algengt að fólk hlusti á tónlist á netinu en fjárfesti í góðri vínylplötu til að spila heima hjá sér. The Telegraph tók saman lista yfir verðmætustu vínylplöturnar í dag. Það sem öllu máli skiptir eru gæði plötunar, það mega varla vera rispur á plötunni. Einnig er bent á í úttektinni að verra er að hafa merkt sér plöturnar. Annað lykilatriði er hversu sjaldgjæf platan er til dæmis getur verið að platan hafi verið prentuð í örfáum eintökum í ákveðnum lit.

1. That’ll Be the Day/In Spite of All The Danger (1958), The Quarrymen Verð: 200.000 pund, 40 milljónir króna. The Quarrymen var hljómsveit stofnuð af John Lennon árið 1956 sem varð að Bítlunum árið 1960. That'll Be the Day var lag Buddy Holly sem þeir sungu, en þeir Lennon McCartney og Harrison sömdu lagið In Spite of All the Danger.

2. That’ll Be the Day/In Spite of All The Danger (1981 replica), The Quarrymen Verð: 10.000 pund, 2 milljónir króna.

3. God Save the Queen (1977), Sex Pistols Verð: 10.000 pund, 2 milljónir króna.

4. God Save the Queen (1977) plata Sex Pistols Verð: 8000 pund, 1,5 milljónir króna.

5. Anarchy in the UK/No Fun (1977), Sex Pistols Verð: 7000 pund, 1,4 milljónir króna.

6. The Beatles (1968), The Beatles Verð:  7000 pund, 1,4 milljónir króna.

7. Please Please Me (1963), The Beatles Verð: 5000 pund, 1 milljón króna.

8. Bohemian Rhapsody/ I’m in love with my car (1978), Queen Verð: 5000 pund, 1 milljón króna. 

9. Love me /PS I love you (1962), The Beatles Verð: 5000 pund, 1 milljón króna.

10. Anarchy in the UK (1976), Sex Pistols Verð: 5000 pund, 1 milljón króna.

Þær fimm hljómsveitir sem eru á uppleið í verðmati eru Blur, Abba, The Clash og David Bowie og því er eins gott að fara vel með þær plötur ef maður á þær til heima hjá sér.

Stikkorð: The Beatles  • Quarrymen  • Vínylplötur