*

Matur og vín 18. janúar 2014

Verðmet slegið á vínuppboði

Flaskan af Cheval Blanc var slegin á um 2,5 milljónir króna á dögunum. Vínið var sett á flöskur árið 1947.

Eins og við var að búast var enn eitt verðmetið slegið í vínheiminum nýlega þegar 12 flösku kassi af besta víni frá St. Emilion- svæðinu í Bordeaux, Cheval Blanc, árgerð 1947, var sleginn á rúmlega 180.000 Bandaríkjadali.

Fyrir áhugasama kæmi flaskan líklega á um 2,5 milljónir króna með sérpöntunarþjónustu ÁTVR.

Víninu hefur verið lýst sem nánast dulrænu og eitt það allra besta sem frá þessum víngarði hefur komið. Því miður er þessi árgangur utan seilingar fyrir flesta og því ekki hægt að slá neinu föstu um gæðin.

Stikkorð: Cheval Blanc