*

Tölvur & tækni 21. maí 2015

Verður iPhone 7 kynntur í ágúst?

Talið er að Force Touch tæknin verði helsti sölupunktur nýja iPhone símans.

Ming-Chi Kuo sérfræðingur KGI Securities sem er þekktur fyrir að spá rétt fyrir um vörur Apple telur að fyrirtækið muni kynna nýjan iPhone í ágúst. 

Áður fyrr hefur Apple alltaf kynnt iPhone símana í september og sett þá á markaðinn 10 dögum seinna. Kuo telur að á þessu ári muni Apple breyta til og kynna tvo nýja iPhone síma í ágúst áður en þeir koma á markaðinn í september. 

Kuo hefur spáð fyrir öðru sem tengist símanum, meðal annars nafninu sem gæti verið iPhone 6s eða iPhone 7 og skjástærðinni 4,7 og 5,5 tommum (eins og á iPhone 6). Talið er að Force Touch tæknin verði helsti sölupunktur nýja símans. Tæknin er nú þegar notuð í Apple Watch og nýju MacBook tölvunni. 

Kuo er þekktur fyrir að vera einn besti spámaður Apple vara en í apríl á síðasta ári spáði hann næstum hárrétt fyrir um hvernig iPhone 6 yrði. 

Stikkorð: Apple  • iPhone 7  • Ming-Chi Kuo