
Sýning á verkum Alexanders Rodchenko, eins þekktasta málsvara rússnesku konstrúktívistanna, verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum, á laugardaginn.
Rodchenko var fjölhæfur listamaður en er líklega þekktastur fyrir ljósmyndaverk sín sem hafa enn töluverð áhrif á listamenn og grafíska hönnuði. Sýningin, sem ber titilinn ,,Bylting í ljósmyndun", hefur farið víða um heim en á henni eru sýnd yfir 200 verk eftir listamanninn í eigu Ljósmyndasafns Moskvu