*

Menning & listir 4. desember 2013

Listaverk Ragnars seld á næstum 90 milljónir króna

Öll eintök listaverksins The Visitors eru uppseld. Nokkur af virtustu listasöfnum heims keyptu eintak.

Kári Finnsson

Búið er að selja öll sex eintökin af verkinu The Visitors eftir myndlistarmanninn Ragnar Kjartansson. Verkið var fáanlegt í aðeins sex eintökum og fór hvert þeirra á 120 þúsund Bandaríkjadali, jafnvirði rúmra 14 milljóna króna, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Söluandvirði verkanna allra nam þessu samkvæmt um 84 milljónum íslenskra króna. Óvíst er hve mikið Ragnar ber úr býtum eftir söluna. 

Á meðal kaupenda voru virt söfn á borð við Nútímalistasafnið í New York (MoMA) og í San Fransisco auk Migros safnsins í Zurich í Sviss. Eintakið sem frumsýnt var hér á landi í galleríi Kling og Bang er í eigu barónessunnar Francescu von Habsburg í Thyssen-Bornemisza Art Contemporary-stofnun hennar í Vínarborg.

Uppfært 5. desember kl. 15.38: Aðstoðarkona Ragnars bendir á að listamenn fái ekki söluandvirði listaverka allt í vasann.

Fjallað er um listamannsferil Ragnars og listaverkið The Visitors í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

 • Keldan skiptir um eigendur
 • Slitastjórnir bankanna á milli steins og sleggju
 • Fáir hætta viðskiptum við Vodafone eftir tölvuinnbrot
 • Metafgangur af viðskiptum við útlönd
 • Skuldaniðurfelling ríkisstjórnarinnar kyndir undir hækkun á fasteignaverði
 • Fjárfesting í nýsköpun hlutfallslega minni hér á landi en í Evrópu
 • N1 metið á 15 milljarða króna
 • Þrír stærstu bankarnir hafa hagnast um 48 milljarða á árinu
 • Traust almennings á ríkisstofnunum meira nú en í fyrra
 • Listi bankanna yfir fyrirtæki í þeirra eigu
 • Kjarasamningar eru runnir út
 • Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, segir umræðuna um arðsemi Landsvirkjunar hafa verið villandi
 • Viðskiptablaðið ræðir við þá sem hlutu markaðsverðlaun Ímark
 • Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar sögu Amal Tamimi
 • Félagarnir hjá Bjórakademíunni kenna fólki að njóta bjórs
 • Nærmynd af Kristrúnu Heimisdóttur, nýjum framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins
 • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni skrifar um stöðu Sigmundar Davíðs
 • Óðinn kíkir í skuldaniðurfellingarpakka ríkisstjórnarinnar
 • Þá eru í blaðinu pistlar, myndasíður og margt, margt fleira