*

Ferðalög 21. október 2013

Versti flugvöllur í heimi?

Ekki búast við miklu ef þú þarft að ferðast um flugvöllinn í Manila á Filippseyjum.

Flugvöllurinn í Manila á Filippseyjum hefur verið kosinn versti flugvöllur í heimi, annað árið í röð.

Í könnun sem gerð var á vefsíðunni sleepinginairports.net var flugvöllurinn í Manila valinn sá versti. Þættir eins og þægindi, hreinlæti og þjónusta voru teknir til greina þegar flugvellirnir voru metnir.

Helstu umkvörtunarefnin voru úrelt húsgögn, óheiðarlegt starfsfólk (og þá helst leigubílstjórarnir), langar biðraðir og dónalegt starfsfólk í innrituninni.

Talsmenn flugvallarins vísa þessum kvörtunum hins vegar alfarið á bug og benda á að margt hafi verið gert síðustu árin til að bæta þjónustuna á flugvellinum. Þeir benda einnig á að flugvöllurinn á að þola um 6,5 milljónir farþega en á síðasta ári hafi um 8,1 milljónir farþega ferðast um hann.

Flugvöllurinn í Bergamo á Ítalíu lenti í öðru sæti í könnuninni og í þriðja sæti lenti flugvöllurinn í Kalkútta á Indlandi.

The Telegraph segir frá málinu á vefsíðu sinni hér