*

Ferðalög 17. febrúar 2014

Verstu staðir í heimi fyrir rómantík

Fyrir fólk sem vill drekkja sér í rómantík í fríinu þá skal forðast eftirfarandi staði með öllu.

Á vefsíðunni Stuff.co.nz voru þeir svo góðir að búa til lista yfir staði sem þykja síður en svo rómantískir og eiginlega bara galnir þegar fólk vill fara í frí, leiðast og sitja hugfangið yfir kertaljósi á fallegum veitingastað.

Staðirnar sem taldir eru upp eru til dæmis Argentína því þar er fólk víst svo fagurt, kurteist, kúl og skemmtilegt að landinu öllu er líkt við eina stóra freistingu.

Síðan eru útilegur ekki taldar vænlegar til rómantíkur sökum álagsins sem fylgir því að tjalda, pakka, skipuleggja og svona.

Las Vegas er á listanum líka því þó margir ákveði að gifta sig þar þá gera flestir það í ölæði og oft án þess að þekkja manneskjuna sem þeir eru að giftast. Bærinn er djammbær þar sem rómantískt andrúmsloft er víðsfjarri.

Aðrir staðir sem þykja ekki vænlegir til árangurs í rómantíkinni eru Rauða hverfið í Amsterdam, Indland (eins og það leggur sig), Síberíuhraðlestin og Mið-Austurlönd. Alhæfingarviðvörun er hér með gefin út áður en fólk les alla greinina en hana má finna hér á Stuff.co.nz.