*

Ferðalög & útivist 25. apríl 2013

Verstu störfin í ferðamannaiðnaði

Þeir sem þrífa klósettin í lestum á Indlandi eða temja ísbirni fyrir sirkusa í Moskvu eru óheppnir, að mati The Telegraph.

The Telegraph hefur birt sinn eigin lista yfir störf sem blaðið telur þau óheppilegustu sem hægt er að vinna í ferðamannageiranum. Listann má sjá nánar hér

Ætli það sé gaman að vera ræðismaður Bretlands á Benidorm þegar 10 fótboltabullur fá matareitrun og þurfa sérstaka aðstoð við heimferð? Þegar horft er út um hreinan gluggann af 100. hæð á fína hótelinu í Dubaí, ætli einhver hafi nokkurn tímann pælt í því hvernig glugginn varð svona hreinn?

Það er fólk sem vinnur alls kyns störf í ferðamannaiðnaðinum. Þau allra verstu að mati Telegraph koma hér: 

 • Ræðismaður Bretlands á vinsælum ferðamannastað fyrir ungt fólk.
 • Ræstitæknir í lest á Indlandi.
 • Útfarastjóri á skemmtiferðaskipi.
 • Upplýsingafulltrúi Ryanair. 
 • Lífvörður á almenningsströnd. 
 • Þjálfari ísbjarna í sirkus í Moskvu.
 • Flugfreyja í kvöldflugi á föstudegi á leið til Íbiza. 
 • Þerna á „ástarhóteli" í Japan. 
 • Starfsmaður í innritun hjá lággjaldaflugfélagi.
 • Gluggahreinsir á hæsta hóteli í Dubaí.
 • Homeland Security á flugvelli í Bandaríkjunum. 
 • Vörubílstjóri á M25 í Bretlandi. 
 • Næturklúbbaeigandi í Eastbourne. 
 • Ferðamálaráðherra í DRC.
 • Lestarmiðavörður. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Telegraph  • Ferðalög  • Leiðindi