*

Hitt og þetta 28. júní 2006

Verður bílaáhuginn Jóni að falli?

Skattamál Jóns Ásgeirs Jóhannessonar komust í hámæli fyrir skömmu þegar Gestur Jónsson lögmaður hans greindi frá því að verið væri að rannsaka málið. Það vekur undrun margra að það skuli vera sett fram eins og það komi á óvart þar sem málið er búið að hafa langan aðdraganda og vera lengi í rannsókn þó menn geti fallist á að það sé óþægilegt að vera undir rannsókn á mörgum sviðum í einu. Samkvæmt heimildum bæjarrómsins er einn þáttur málsins tengdur miklum bílaáhuga Jóns Ásgeirs sem gjarnan hefur marga bíla til umráða. Á einu tímaskeiði lét Baugur honum í té allt að þrjá bíla en deilt er um hvort hlunnindi hafi verið greidd af þeirri notkun. Sem kunnugt er þá ber mönnum, sem hafa bíla frá fyrirtæki, að telja fram sem svarar 26% af nývirði bílsins sem skattstofn. Ef menn eru með marga dýra bíla í notkun geta þessar upphæðir eðlilega orðið nokkuð háar.