*

Sport & peningar 5. ágúst 2012

Vesen á Wembley

Bara hægt að greiða með reiðufé og langar raðir mynduðust.

Það voru ekki allir áhorfendur sáttir með skipuleggjendur Ólympíuleikanna á Wembley leikvanginum þegar leikur Bretlands og  Sameinuðu arabísku furstadæmana fór fram fyrir skömmu. Einungis var hægt að greiða fyrir veitingar með reiðufé en greiðslukerfi VISA lá niðri. Það mynduðust því gríðarlega langar raðir við veitingasölu á vellinum. Hraðbankar frá öðrum kortafyrirtækjum en VISA á svæðinu höfðu verið fjarlægðir. Fyrirtækið er opinber styrktaraðili  leikanna og kort þess þau einu sem söluaðilar á leikjunum samþykkja.

Stikkorð: Wembley