*

Ferðalög & útivist 8. febrúar 2013

Vestfirðir í nýju ljósi - myndir

Breski ljósmyndarinn Nick Miners ferðaðist um Ísland árið 2009. Hann tók myndir af öllu sem á vegi hans varð.

Lára Björg Björnsdóttir

Á vefsíðunni Stuck In Iceland skrifar ljósmyndarinn Nick Miners ferðasögu sína þar sem hann ferðast um Vestfirði. Hann talar í mjög miklum smáatriðum um það sem verður á vegi hans, náttúruna, veðrið og matinn sem hann borðar. 

Hann hefur komið fimm sinnum til Íslands en hann ferðaðist í þetta skiptið með konu sinni og barni. Hann keyrði vestur og er heillaður af kyrrðinni sem ríkir á björtum sumarnóttum. Myndirnar hans þykja óvenjulegar og sýna landið í nýju ljósi.

Stikkorð: Vestfirðir