*

Veiði 29. desember 2013

Vestmannsvatn nýtt í veiðikortið

Vestmannsvatn er á mörkum Reykjadals og Aðaldals í Suður-Þingeyjarsýslu.

Vestmannsvatn er nýtt í Veiðikortinu 2014. Vatnið er á mörkum Reykjadals og Aðaldals í Suður Þingeyjarsýslu. Í frétt á vefsíðunni Veiða.is segir að Vestmannsvatn sé gríðarlega gott veiðivatn. Mest sé af bleikju og urriða í vatninu en einnig veiðist þar lax þegar líður á sumarið. 

Reykjadalsá, ein besta urriðaá landsins, rennur í vatnið og úr vatninu rennur síðan í Eyvindarlæk. Veiði er heimil í öllu vatninu og leyfilegt er að veiða á flugu, maðk og spún.

Stikkorð: Veiði