*

Matur og vín 5. október 2014

Vesturbærinn nógu þroskað hverfi

Pétur Marteinsson og félagar telja þróun í borgarmálum gera verkefni eins og Kaffihús Vesturbæjar möguleg.

Við töldum að Vesturbærinn væri orðið það þroskað hverfi að það geti rúmast hérna eins og eitt kaffihús til að byrja með,“ segir Pétur Marteinsson, fyrrverandi fótboltamaður og einn eigenda Kaffihúss Vesturbæjar. Kaffihúsið verður opnað eftir helgi og hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu af íbúum hverfisins. Til marks um það eru stöðugar fyrirspurnir þeirra sem eiga leið hjá og á meðan blaðamaður Viðskiptablaðsins situr inni og fylgist með framkvæmdum skýtur eldri kona úr hverfinu inn kollinum og spyr „Hvenær ætlið þið síðan að opna Pétur?“

„Þróunin í borgarmálum hefur gert það að verkum að svona verkefni eru möguleg. Fólk hjólar og gengur meira og er orðið meðvitaðra um umhverfismál. Þar af leiðandi vill fólk, höldum við, versla og sækja aðra þjónustu innan hverfisins,“ segir Pétur.

Pétur er í viðtali í Eftir vinnu, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.