*

Bílar 28. desember 2019

Vetnistrukkurinn Neptúnus

Kóreski bílsmiðurinn Hyundai ætlar að sækja inn á markað fyrir stóra flutningabíla í Bandaríkjunum.

Róbert Róbertsson

Kóreski bílsmiðurinn Hyundai ætlar að sækja inn á markað fyrir stóra flutningabíla í Bandaríkjunum. Hyundai kynnti vetnistrukk, Neptúnus að nafni, á norður-amerísku bílasýningunni sem fram fór í Atlanta um síðustu mánaðamót. Fellur hann í þyngsta flokk vöruflutningabíla í Bandaríkjunum.

Hyundai talar um að þessi stóri flutningabíll sé svokallaður „FCEV 2030 Vision“ og vísar til innleiðingar vetnisknúinna farartækja fram til ársins 2030. Engar tæknilegar upplýsingar hafa verið birtar um nýja flutningabílinn en það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta verkefni mun ganga hjá Hyundai.