*

Sport & peningar 16. september 2016

Víkingaklapp Víkinga í Minnesota

NFL liðið Minnesota Vikings tekur upp víkingaklappið. Þeir endurskíra það þó „Skol klappið“.

Liðið Minnesota Vikings í bandarísku NFL deildinni hefur ákveðið að taka upp hið fræga víkingaklapp sem að stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins gerðu ódauðlegt á EM í knattspyrnu í sumar.

Klappið verður „forsýnt“ á nýjum 122 milljarða króna velli liðsins, sem ber nafnið U.S. Bank Stadium.

Fagnið verður leitt af fyrrverandi leikmönnum liðsins.

Í myndbandi á Facebook síðu liðsins er hægt að sjá myndband þessa efnis. Þar stendur: „Frá einum víkingi til annars, ný hefð hefst á sunnudaginn.“