*

Menning & listir 16. október 2019

Víkingur Heiðar fær klassíska „Óskarinn“

Breskt tónlistartímarit velur Víking Heiðar Ólafsson tónlistarmann ársins fyrir plötu með verkum Bach.

Breska tónlistartímaritið Gramophone hefur valið íslenska píanóleikarann Víking Heiðar Ólafsson sem tónlistarmann ársins 2019, en að því er RÚV greinir frá eru verðlaunin einn stærsti viðburðurinn í heimi klassískrar tónlistar og jöfnuð við Óskarsverðlaun kvikmyndaheimsins.

Fær Víkingur Heiðar verðlaunin einkum fyrir aðra plötu sína, en þar flytur hann verk Johann Sebastian Bach. Víkingur Heiðar hefur áður unnið stór verðlaun í heimi klassískrar tónlistar, þar á meðal verðlaun BBC Music Magazine í flokki klassískrar tónlistar og Opus Klassik verðlaunin fyrir bestu píanóplötu ársins, auk Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir flutning og plötu í flokki klassískrar tónlistar.

Hér má sjá og heyra verk Víking Heiðar spila verk eftir Bach: