*

Viðtöl 28. september 2017

Vildi fá sömu tækifæri

Stórleikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir prýðir forsíðu Eftir Vinnu, fylgiblaði Viðskiptablaðsins í dag. Heiða fer með eitt af aðahlutverkunum í Breska búningadramanu Poldark en lauk nýverið við að leika í þáttaröðinni Stella Blómkvist.

Kolbrún P. Helgadóttir

Talið berst að nafni Heiðu þar sem við dætur Íslands erum jú afar stoltar af eftirnöfnum okkar en Heiða hefur tekið upp nafnið Heida Reed í Bretlandi.

„Ég breytti nafninu mínu hér einfaldlega til þess að fá jöfn tækifæri hérna úti og eiga sama séns og hinir. Bretarnir eru í flestum tilfellum mjög íhaldssamir þó svo að það eigi ekki endilega við um alla, en það kemur fyrir og þeir eru ekkert sérstaklega spenntir fyrir útlendingum svo ég vildi ekki að það yrði litið fram hjá mér þar sem ég er útlendingur. Bretar halda sterkt í sínar hefðir svo að þú þarft að gera mjög mikið til að sannfæra þá um að þú eigir skilið þitt pláss í þessum bransa hér, svo að ég er mjög þakklát og ánægð með það að hafa landað hlutverki í bresku búningadrama.“

Heiða segir þetta ekki eiga við alls staðar og líklega á fæstum stöðum. „Í Bandaríkjunum þætti það til að mynda líklega meira spennandi að ég væri Íslendingur.“

Lesa má viðtalið í heild sinni hér: http://www.vb.is/tolublod/files/1681/