*

Sport & peningar 28. ágúst 2015

Vilja byggja 230 milljarða króna leikvang

Félögin San Diego Chargers og Oakland Raiders vilja byggja sameiginlegan leikvang.

Félögin San Diego Chargers og Oakland Raiders í bandaríska fótboltanum vilja deila nýjum leikvangi í nágrenni Los Angeles og eru tilbúin að skipta um deild í NFL til að draumurinn verði að veruleika.

Félögin kynntu á dögunum hugmynd að glæstum leikvangi sem myndi kosta 230 milljarða í byggingu, en leikarinn Kiefer Sutherland talar inn á kynningarmyndbandið.

Á leikvangnum yrðu m.a. glæsilegur bar, VIP svæði, næturklúbbur, risaskjáir o.fl.

Sjón er sögu ríkari:

 

Þess má geta að sjónvarpsgrínistinn John Oliver fjallaði með bráðskemmtilegum og áhugaverðum hætti um pólitíkina í kringum bandaríska íþróttaleikvanga á dögunum. Þar komu bæði San Diego Chargers og Oakland Raiders við sögu.

Innslag John Oliver um leikvanga:


Stikkorð: Amerískur  • fótbolti