*

Hitt og þetta 30. nóvember 2005

Vilja byggja íþróttamiðstöð á Torfunesi

Hugmyndir eru uppi um byggingu mikillar sund- og líkamsræktarmiðstöðvar á Torfnesi á Ísafirði, milli íþróttahúss og knattspyrnuvallar. Sævar Óli Hjörvarsson hefur haft frumkvæði að því að láta hanna og teikna húsið. Hugmyndir hans ganga út á að miðstöðin verði byggð í einkaframkvæmd, en fyrirfram verði gerður leigusamningur við aðila sem hefðu hug á að nýta sér aðstöðuna og þannig tryggður hluti þeirra tekna sem miðstöðin þarf að hafa. Eru þar nefndir til sögunnar sjúkraþjálfara, Ísafjarðarbæ og Menntaskólann á Ísafirði.

Í miðstöðinni verður meðal annars 25 metra löng innisundlaug, minni vaðpollur, heitir pottar og lítil útisundlaug. Á efri hæð er gert ráð fyrir líkamsræktaraðstöðu og veitingastað í austurenda jarðhæðar.

Gert er ráð fyrir að kostnaður geti verið á bilinu 400-450 milljónir króna.