*

Menning & listir 23. september 2012

Vilja koma tónlistinni að í kvikmyndum

Of Monsters and Men vinsæl í auglýsingum Vestanhafs og hafa vakið athygli í auglýsingum Best Buy og Apple.

Fyrirtækið Sony sér um að koma tónlist Of Monsters and Men í auglýsingar vestanhafs, til að mynda hjá Apple, en lagið Dirty paws hljómar undir kynningu á nýjasta Iphone síma fyrirtækisins.

Aðspurð um fjárhagslegu hlið samningsings segir Nanna að hljómsveitin sé í raun enn að greiða upp fyrirframgreiðslu sem þau fengu við undirritun á samningi við Sony, en lagið Dirty Paws, hefur meðal annars áður heyrst í auglýsingu Best Buy í Bandaríkjunum. Nú síðast var það í kynningu Apple á nýja síma fyrirtækisins, Iphone 5. Báðar þessar auglýsingar má sjá hér að neðan.

Nanna játar því að það gangi vel að vinna upp fyrirframgreiðsluna en að þau hafi þó hug á því að koma
lögum sínum að í kvikmyndum. „Ég veit að við erum að fara að koma í trailer fyrir Hollywood mynd, þó svo að ég geti ekki sagt hvaða mynd það er.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.