*

Sport & peningar 4. október 2014

Vill blandaðan Ryder bikar

Stacy Lewis hefur lýst yfir stuðningi við þá hugmynd að Ryder-bikarinn verði blandaður í framtíðinni.

Stacy Lewis, sem er efst á styrkleikalistanum yfir kvengolfara, hefur lýst yfir stuðningi við þá hugmynd að Ryder-bikarinn verði blandaður í framtíðinni, þ.e. að þar keppi bæði karlar og konur. Í samtali við BBC segir hún að slíkt myndi auka vinsældir íþróttarinnar.

Yfirmaður PGA-mótaraðarinnar, Pete Bevacqua sagði að engar slíkar hugmyndir væru uppi á borðum. „Þetta er áhugaverð hugmynd, en hún er ekki á radarnum hjá okkur. En aldrei segja aldrei.“

Stikkorð: Stacy Lewis  • Ryder bikarinn