
Stór og falleg villa er til sölu í bænum Sitges á Spáni. Villan skiptist í raun í þrjár íbúðir og er því tilvalin fyrir stórfjölskyldu eða vinahóp sem vill fara saman í sumarfrí.
Eignin er glæný og öll hönnun er einföld og smekkleg. Í tveimur íbúðanna eru þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, stofa og borðstofur, með útgengi út í garðinn. Í þriðju og stærstu íbúðinni eru fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, þar af eitt með nuddpotti.
Í garðinum er falleg sundlaug og verönd. Staðsetningin er líka heppileg en villan er í hálftíma akstri frá Barcelona og það tekur bara tuttugu mínútur að rúlla út á flugvöll.
Eignin kostar 1,1 milljarð króna og er 790 fermetrar.