*

Tíska og hönnun 28. júní 2013

Villa með útsýni yfir alla Flórens

Í aðeins korters göngu frá miðborg Flórens stendur stórkostleg villa með útsýni yfir alla borgina.

Villa sem stendur nálægt Piazzale Michelangelo í Flórens er til sölu. Hún kostar 1,3 milljarð króna og er 300 fermetrar. Í villunni eru fjögur svefnherbergi, fjögur baðherbergi, stórar stofur og borðstofur sem eru fullkomnar fyrir veislur og matarboð.

Villan er glæný og í fullkomnu ástandi. Garðurinn er snyrtilegur og fallegur með stórri sundlaug. 

Sjá nánari upplýsingar hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Ítalía  • Fasteignir  • Flórens