*

Tíska og hönnun 3. maí 2013

Villa á Spáni með útsýni yfir fjallgarða Afríku

Ef markmiðið er að eiga hús á Spáni, með útsýni yfir til Afríku og gólf úr marmara þá er leitinni lokið.

Nýlega byggð villa sem staðsett er í hlíðum fyrir ofan Marbella er til sölu. Útsýnið er stórbrotið en horft er yfir dalinn sem nær að Puerto Banus, Miðjarðarhafið, Gíbraltar og Atlasfjallgarðinn í Afríku.

Móttökusalurinn er eitt aðalsmerki villunnar en tvöfaldur stigi nær upp á efri hæðina. Þar eru átta svefnherbergi, átta baðherbergi, stór stofa með arni, borðstofa, sjónvarpsherbergi, skrifstofa og stærðar eldhús.

Gengið er út á verönd úr öllum svefnherbergjunum. Í húsinu er einnig líkamsræktarherbergi, bíósalur, innisundlaug, gufubað, leikjasalur og vínkjallari. Á gólfum er fínasti marmari, lúxuslyfta flytur fólk á milli hæða ef það vill sleppa stiganum og hiti er í öllum gólfum. 

Á lóðinni eru fallegir garðar, sundlaug, fjórfaldur bílskúr, útisturtur og hljóðkerfi.

Fyrir þá sem vilja eiga fallegt heimili við Marbella þá má sjá nánari upplýsingar hér en villan kostar rúma 17 milljónir dala eða tæpa 2 milljarða króna.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Spánn  • Fasteignir  • Spánn  • Marbella