*

Tíska og hönnun 11. apríl 2013

Villikattaóðalið í Colorado

Í bakgarðinum á stórkostlegu húsi fyrir utan Aspen eru fjöll, stöðuvötn og göngustígar. Innandyra eru þægindin í fyrirrúmi.

Falleg eign er til sölu fyrir utan Aspen í Colorado. Eignin, sem samanstendur af nokkrum húsum, heitir því hressa nafni Wildcat Ranch og er aðal húsið 2136 fermetrar.

Í aðalhúsinu eru fjögur svefnherbergi, tólf baðherbergi, nokkrar stofur, fjölskylduherbergi, fataherbergi, heilsulind, líkamsrækt, nuddherbergi, skrifstofur, bíósalur og ýmislegt fleira. Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Eignin situr á 203 hekturum en á jörðinni eru gestahús, hlaða, bílskúr fyrir sjö bíla og stöðuvötn.

Á svæðinu er ýmislegt hægt að gera þó húsið sé töluvert afskekkt. Nýir eigendur geta til dæmis farið á hestbak, gengið á fjöll, siglt bátum, farið í hjólreiðatúra og á skíði. Allt þetta án þess að fara út fyrir lóðamörk. 

Húsgögnin fylgja húsinu ef einhver var að spá og verðmiðinn er 50 milljónir dala eða rúmir 5,9 milljarðar króna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Aspen  • Colorado