*

Ferðalög & útivist 23. maí 2013

Viltu aldrei aftur þurfa að borga fyrir míníbarinn?

Fyrrverandi hótelstarfsmaður leiðir lesendur í allan sannleika um hvað þeir þurfa að gera til að komast upp með alls konar rugl á hótelum.

Jacob Tomsky rithöfundur kann ýmis sniðug ráð fyrir hótelgesti þegar kemur að því að snuða hótel. 

Jacob hefur unnið á hótelum í meira en áratug. Hann byrjaði sem töskuberi á hóteli í New Orleans og vann einnig í móttökunni á hótelum í New York. Hann skrifaði bókina: Heads in Beds: A Reckless Memoir of Hotels, Hustles and So-Called Hospitality.

 Jacob kann ýmis sniðug ráð þegar kemur að hótelum og hvernig gestir geta snúið á hótelstarfsfólkið. Hann útskýrir meðal annars hvernig hægt er að komast hjá því að borga fyrir míníbarinn: 

„Míníbarinn er tékkaður hugsanlega einu sinni á dag af starfsmanni sem ýtir þungum vagni á undan sér upp og niður ganga, allan daginn. Ef eitthvað vantar í míníbarinn skráir starfsmaðurinn það hjá sér í litla blokk. Síðan eru upplýsingarnar í blokkinni settar inn í tölvukerfið og bætt við reikninginn. Skekkjumörkin í þessu ferli eru svo gígantísk að það er ekki eðlilegt. Kannski hvarf hnetupokinn daginn áður en þú tékkaðir þig inn og starfsmaðurinn með vagninn var aðeins seinn að fatta það. Jakob segir að það sé nóg fyrir hótelgest að segja þegar hann er rukkaður fyrir eitthvað sem vantar úr míníbarnum: „Ég drakk ekki þennan bjór!“ og hluturinn er strokaður út af reikningnum áður en gesturinn nær að klára setninguna. Hótelum er nefnilega illa við að væna gesti um lygar. Svo hver er niðurstaðan? Tæmdu míníbarinn og skál. Þú þarft aldrei að borga fyrir neitt." 

Fyrir þau ykkar sem viljið læra að komast undan sekt fyrir að afpanta hótelbókun innan sólarhrings, panta bíómyndir án þess að borga og hvernig skal fá betra herbergi, smellið þá hér

Stikkorð: Hótel  • Svindl