*

Ferðalög & útivist 9. september 2013

Viltu fara til Írans? Taktu þá lestina

Í lest sem heitir The Golden Eagle Danube Express verður pláss fyrir 65 farþega. Og hvert er ferðinni heitið? Til Írans. Eðlilega.

Í fyrsta skipti mun ferðamönnum standa til boða að taka lest frá Búdapest til Írans. Lestin, sem heitir The Golden Eagle Danube Express, er lúxuslest og öll aðstaða hin þægilegasta. Hún leggur af stað frá Búdapest í október 2014 og mun fara frá Ungverjalandi, í gegnum Rúmeníu, Búlgaríu og Tyrkland áður en hún fer yfir landamæri Íran. Í Íran verður dvalið í fimm daga þar sem sögufrægar borgir verða heimsóttar og einnig þorp sem eru ekki í alfaraleið.

Stefnt er að því að fara í tvær ferðir í október 2014 og tvær ferðir árið 2015. Fyrir fólk sem vill kynna sér þessar ferðir nánar má finna upplýsingar hér og hér. Verð á mann frá Búdapest er 1,3 milljón króna. The Telegraph segir frá málinu á vefsíðu sinni. 

Stikkorð: Íran  • Lest  • Gaman