*

Heilsa 20. febrúar 2013

Viltu sterkari bein? Hoppaðu þá

Hopp hefur góð áhrif á beinin samkvæmt nýjustu rannsóknum.

Hopp, skopp og valhopp eru hreyfingar sem við sjáum helst hjá börnum. En samkvæmt nýjustu rannsóknum þá er þetta hin besta æfing ef þú vilt heilbrigð bein. Þetta kemur fram á vefsíðunni Stuff.co.nz 

Göngutúrar og hlaup eru vissulega góð fyrir beinin en það er samt nauðsynlegt að hoppa með, að minnsta kosti fjörtíu sinnum í hverri æfingu svona þrisvar til fjórum sinnum í viku.

Ef allir færu eftir þessum nýjustu fræðum verður gaman að sjá hamaganginn á göngustígnum á Ægissíðunni næstu helgi. 

Stikkorð: Hlaup  • Líkamsrækt