*

Matur og vín 8. janúar 2014

Vínframleiðendur nýta sömu þrúgurnar

Cabernet Sauvignon langvinsælasta vínþrúgan í heiminum.

Það er staðreynd að fjöldaframleiddar léttvínstegundir eru farnar að líkjast hver annarri sífellt meira. Ný skýrsla Háskólans í Adelaide sýnir að flestir vínframleiðendur eru farnir að velja sömu þrúgurnar. Cabernet Sauvignon er sú langvinsælasta. 

Tvöfalt fleiri hektarar lands í heiminum eru nú nýttir til að rækta Cabernet Sauvignon og Merlot en árið 1990. Spænska tegundirn Airén er í þriðja sæti yfir vinsælustu þrúgurnar en var einu sinni í fyrsta sæti. Tempranillo og Chardonnay eru svo í fjórða og fimmta sæti. 

Meira má lesa um málið á Time. 

Stikkorð: Vín