*

Sport & peningar 20. júlí 2018

Vínframleiðsla Iniesta blómstrar

Iniesta skrifaði fyrr á þessu ári undir samning hjá japanska úrvalsdeildarliðinu Vissel Kobe og sú ákvörðun hans hefur komið vínrekstrinum til góða.

Vínframleiðsla spænska knattspyrnumannsins Andres Iniesta, sem nýverið yfirgaf spænska risann Barcelona eftir glæstan feril, blómstrar sem aldrei fyrr. 

Iniesta skrifaði fyrr á þessu ári undir samning hjá japanska úrvalsdeildarliðinu Vissel Kobe og sú ákvörðun hans hefur komið vínrekstrinum til góða. Til marks um það þá seldust vínbyrgðir vínekrunnar upp þar sem að pantanir streymdu inn frá Asíu. 

Vínekran heitir Bogeda Iniesta og er í eigu Iniesta og fjölskyldu hans. Iniesta og fjölskylda hafa verið í viðræðum við nýja vinnuveitendur Iniesta um kaup japanska liðsins á hluta í vínekrunni.

Á síðasta ári framleiddi vínekran 1,2 milljónir af vínflöskum og hefur framleiðslan aukist um 500% frá árinu 2010. 60% af tekjum félagsins komu erlendis frá.

Alls flytur vínframleiðandinn út vín til 39 landa, en reiknað er með því að sú tala muni hækka duglega eftir flutning Iniesta til Japan.   

Stikkorð: Japan  • vín  • Andres Iniesta