*

Tölvur & tækni 8. maí 2014

Vinna að þróun 5G-netsins

Fjarskipta- og tæknifyrirtæki í Japan eru að skoða næstu kynslóðina í gagnaflutningum.

Japanska fjarskiptafyrirtækið DoCoMo hefur í samstarfi með Samsung, Nokia, Ericson og fleirum hafið þróun á næstu kynslóð gagnaflutningsnets, 5G-netsins, og búnaðar sem getur stutt við hraðann. Kerfi þetta á að ráða við allt 10 GB sendingu á sekúndu. Til samanburðar ræður 4G-gagnaflutningskerfið við 100 Mbps en allt að 1 Gbps fræðilega séð, sem er geysimikill hraði.

Ekki eru líkur á að gagnaflutningskerfið muni líta dagsins fyrr en árið 2020, að því er fram kemur um máið á netmiðlinum Engadget.

Netmiðillinn segir þróun á kerfinu fara fram innandyra í Japan. Prófanir eru líklegar utandyra á næsta ári og að staðlar fyrir þessa nýju tækni verði gefnir út eftir tvö ár. 

Stikkorð: 4G  • Farsímar  • 5G  • Gagnaflutningsnet