*

Veiði 16. desember 2014

Vinnur að heimildarmynd um Vatnsdalsá

Áætlað er að ný heimildarmynd um Vatnsdalsá komi út fljótlega eftir áramót. Myndin verður mikið augnakonfekt.

Trausti Hafliðason

Eins og veiðimenn vita er Ísland einstakt fyrir sína laxveiði og er Vatnsdalsá ein af skrautfjöðrunum. Bókin „Vatnsdalsá - sagan og veiðimennirnir“, sem kom út í síðustu viku, er unnin í sameiningu af þeim Einari Fali Ingólfssyni, ljósmyndara á Morgunblaðinu og rithöfundi, Sigurði Árna Sigurðssyni myndlistarmanni og Þorsteini J. fjölmiðlamanni. Pétur Pétursson, sem verið hefur leigutaki Vatnsdalsár frá árinu 1997, er útgefandi bókarinnar.

Heimildarmynd eftir áramót

Þorsteinn J. hefur um árabil unnið að gerð heimildarmyndar um Vatnsdalsá. Pétur Pétursson, leigutaki árinnar, segir að líklega hafi Þorsteinn byrjað að safna efni fyrir um sjö árum.„Ég get lofað því að þessi mynd verður mikið augnakonfekt. Þorsteinn hefur viðað að sér miklu efni og meðal annars myndum af stórflóði í dalnum. Þá talar hann við fjölda manna, vana leiðsögumenn og fleiri. Við erum að gæla við það að myndin komi út fljótlega eftir áramót, jafnvel í febrúar.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Þorsteinn J.  • Vatnsdalsá