*

Heilsa 3. mars 2016

Vinsælt í ræktinni 2016

Eftir vinnu tók saman hvað þykir líklegt til vinsælda í líkamsrækt á árinu.

Eydís Eyland

Eftir því sem líkamsrækt verður almennari 2016 skapast aukin þörf fyrir fjölbreytilegra úrval af æfingakerfum og þjálfunaraðferðum. Stöðvarnar keppast við að koma með nýjungar og sýna fram á að þær séu með puttann á púlsinum. Sumt fellur strax um sjálft sig en önnur kerfi hafa hlotið verðskuldaðar vinsældir. Íslendingar eru duglegir að tileinka sér nýja strauma og stefnur og spennandi verður að fylgjast með hvort eða hvenær nýjustu æfingakerfin vestan og austan hafs rata hingað heim.

HIIT þjálfun

Samkvæmt nýjasta hefti tímaritsins Health & Fitness mun box öðlast vinsældir á árinu og þá í flottum æfingasölum sem skarta alls kyns nýjum græjum og fylgihlutum. Gloveworx-stöðin í Santa Monica í Kaliforníu er í fararbroddi í þessum efnum og býður hún upp á 1.500 fermetra glæsistúdíó með keppnishring, alls kyns boxpúðum og hjólum, ásamt róðrar- og klifurtækjum. Þarna er um að ræða box í bland við styrktar- og þolæfingar og keyrt er upp gríðarlegt keppnisskap í þátttakendum. Líkamsrækt sem byggist á boxi og bardagaíþróttum hefur lengi notið vinsælda en hingað til hefur hún mest verið stunduð í stórum, hráum og svolítið verksmiðjulegum sölum. Núna virðist hún hins vegar vera á leiðinni inn í fínna umhverfi og smærri hópa, svokallar boutique stöðvar, ef mið er tekið af því sem sem er að gerast á stóru og fínu stöðunum vestanhafs og austan. Reyndar virðist krafan um stöðvar af því tagi, þar sem færri æfa í einu og við fínni aðstæður, vera að færast í aukana miðað við þróunina bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Bardagareipi

Svokölluð bardagareipi (battle ropes) eiga eftir að öðlast vinsældir aftur á árinu hjá þeim sem eru að sækjast eftir þol- og styrktarþjálfun af bestu gerð. Þessi þjálfun hefur ekki verið mikið stunduð hérlendis en hún er velþekkt bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Núna verða í boði tímar með æfingakerfi sem byggist á strangri þjálfun og haldið er fram að hægt sé að brenna 112 hitaeiningum á 20 mínútum. 

Broga

Yfirleitt tengjum við jóga við kattliðugar konur sem kuðla sig saman á mottum. Nú er því spáð að breyting verði á og að jóga fái karllægari áherslu á árinu. Þar sem aukinn fjöldi karla er farinn að gera sér grein fyrir kostum þjálfunar á borð við jóga og Pilates, eru stöðvarnar farnar að búa sig undir að bjóða karlvænni tíma af þvíBroga er í fararbroddi í þessum efnum og byrjaði í Bandaríkjunum, en núna býðst Broga líka á nokkrum útvöldum stöðum í London. Atvinnuíþróttamenn eru farnir að blanda svona æfingum saman við sína almennu þjálfun í því skyni að draga úr meiðslum og auka afköst. Ef Broga höfðar ekki til þín þá geturðu líka farið í Bro-Lates, eða Pilates fyrir karla sem er kennt í Exhale Pilates-stöðinni í London. Það verður spennandi að fylgjast með því hvenær og hvort þessi bylgja nær til Íslands.

Nánar er hægt að lesa um hvað kemur til með að verða vinsælt í ræktinni í Eftir vinnu fylgiriti Viðskiptablaðsins.

Stikkorð: Heilsa  • Líkamsrækt  • Yoga