*

Bílar 23. desember 2016

Vinsælustu bílafréttir ársins

Þetta voru vinsælustu bílafréttir ársins

Fyrr í morgun fjallaði Viðskiptablaðið um fimm vinsælustu bílafréttir ársins, en nú er komið að sætum sex til tíu.

6) Stór og mikill lúxusjeppi 

GLS jeppinn frá Mercedes-Benz er stór og mikill á velli, enda flaggskip jeppaflota framleiðandans. Nýjasta útgáfa bílsins var talsvert öðruvísi en forverinn, bæði hvað varðar hönnun og búnað.

7) Suzuki Baleno aftur á sjónarsviðið

Baleno naut mikilla vinsælda hér á landi sem og víðar um síðustu aldamót. Bíllinn hvarf síðan af sjónarsviðinu, en Suzuki setti hann aftur á markað á þessu ári, þó með talsvert breyttu sniði.

8) Bíll með karakter

Guðbjörg Gissurardóttir, ristjóri og eigandi tímaritsins Í boði náttúrunnar, á forlátan Renault Estafette húsbíl. Guðbjörg hefur nýtt bílinn til að ferðast með fjölskyldunni.

9) Breyta nafninu úr Zica

Indverski bílaframleiðandinn Tata Motors Ltd. breytti á árinu nafni nýs hlaðbaks sem átti upphaflega að heita Zica. Nafnið þótti minna full mikið á Zika-vírusinn.

10) Hefur átt Skoda bíla í hálfa öld

Friðjón Hallgrímsson, er án efa einn dyggasti Skoda-aðdáandi sem fyrirfinnst á Íslandi. Hann hefur átt Skoda bíla í hálfa öld og langar ekkert í annað en Skoda.

Stikkorð: Bílar  • GLS  • Mest lesið