*

Hitt og þetta 17. desember 2013

Vinsælustu myndefnin á Instagram

Verslunarmiðstöð í Bankok er vinsælasta myndefnið á Instagram fyrir árið 2013.

Samfélagsmiðillinn vinsæli Instagram hefur nú birt lista yfir tíu vinsælustu staðina og borgirnar á Instagram.

Verslunarmiðstöðin Siam Paragon í Bangkok er í fyrsta sæti. Hún er mjög vinsæl meðal ferðamanna og er hlaðin lúxusverslunum, fallegum gosbrunnum, glerlistaverkum og öðru áhugaverðu myndefni. Verslunarmiðstöðin var í öðru sæti í fyrra.

Nýir staðir á lista í ár eru Walt Disney World, High Line göngugatan og Central Park í New York og gosbrunnarnir fyrir framan Bellagio hótelið í Las Vegas.

Listinn í heild sinni er:

 1. Siam Paragon, Bangkok 
 2. Times Square, New York  
 3. Disneyland, Anaheim, Kalifornía
 4. Bellagio Fountains, Las Vegas  
 5. Disney World, Flórida  
 6. Staples Center, Los Angeles  
 7. Central Park, New York 
 8. Dodger Stadium, Los Angeles 
 9. Suvarnabhumi flugvöllur (BKK), Bangkok  
 10. The High Line, New York

Vinsælustu borgirnar á Instagram fyrir árið 2013 eru síðan:

 1.  New York 
 2. Bangkok 
 3. Los Angeles 
 4. London 
 5. São Paulo  
 6. Moskva 
 7. Rio de Janeiro 
 8. San Diego 
 9. Kalifornía 
 10. Las Vegas  
 11. San Francisco

CNN birtir listana á vefsíðu sinni í dag. 

Stikkorð: New York  • Instagram  • Bangkok