*

Matur og vín 19. mars 2012

Vínsmekkur Baracks Obama gagnrýndur

Hvíta húsið bauð David Cameron upp á bandarísk vín, sem sérfræðingar segja ekki upp á marga fiska.

Vínsérfræðingar eru ekki ánægðir með val Hvíta hússins á vínum í hátíðarkvöldverði sem haldinn var til heiðurs David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sem var í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Eftir að Bandaríkjaforseti, Barack Obama, var gagnrýndur fyrir að hafa veitt of dýr vín í heimsókn Kínaforseta, Hu Jintao, hefur Hvíta húsið ekki gefið upp opinberlega hvaða vín eru veitt í hátíðarkvöldverðum sem þessum.

Einn af gestum í kvöldverðinum með Cameron hefur hins vegar gefið upp hvaða vín voru í boði, en þau eru öll Bandarísk. Meðal vínanna sem í boði voru má nefna Peter Michael Chardonnay Ma Belle Fille frá árinu 2009 og Leonetti Cabernet Sauvignon Walla Walla Valley frá árinu 2008.

Á vínfréttasíðunni Decanter.com segir að sú stefna Hvíta hússins að bjóða aðeins upp á frek og ávaxtakennd bandarísk vín í stað þess að vera einnig með flóknari erlend vín í boði ætti margt sameiginlegt með árásargjarnri utanríkisstefnu George W. Bush.

Stikkorð: Barack Obama  • Vín