*

Tölvur & tækni 30. maí 2014

Virgin Galactic hefur geimferðir fyrir lok árs

Virgin Galactic hefur skrifað undir samning sem mun leyfa geimferðum að hefjast frá og með ágúst.

Virgin Galactic, í eigu Richard Branson, hefur skrifað undir samning við bandarísku flugyfirvöldin sem gerir fyrirtækinu kleift að hefja skipulagðar geimferðir frá flugstöð í Nýju Mexíkó fylki í Bandaríkjunum frá og með ágúst. Draumur Richard Branson er kominn skrefinu nær en nú getur hann farið að hleypa viðskiptavinum sínum, sem hafa nú þegar greitt fyrir ferðir sínar, út í geim.

Almennt flug mun hefjast fyrir lok þessa árs, en nú þegar hafa 600 manns keypt sér miða fyrir 250.000 dollara, eða sem samsvarar 28 milljónum íslenskra króna á mann, um borð í SpaceShipTwo.