*

Hitt og þetta 1. mars 2005

Vísir.is efstur

mbl.is áfram mest notaður

Notendum á blogghluta Vísis.is fjölgaði um 11,5% í liðinni viku á sama tíma og notendum mbl.is fækkaði um 1,2% í heildina tekið. Breytingin nægir til þess að fjöldi notenda visis.is mælist nú í fyrsta sinn meiri en fjöldi þeirra sem nota mbl.is á einni viku samkvæmt mælingu samræmdrar vefmælingar Modernusar.

Á vef Modernusar, www.teljara.is, kemur fram að munurinn er aðeins 1.044 vikulegir notendur (stakir notendur) sem þýðir að visir.is er nú um 0,66% stærri en mbl.is í fjölda notenda mælt. Fjöldi innlita (innlitin segja til um hversu oft vefurinn var notaður) hjá mbl.is eru eftir sem áður næstum tvöfallt fleiri en hjá visis.is. Fjöldi flettinga beggja risanna á innlenda Netinu er sambærilegur, eða um 5,9 milljónir hjá mbl.is móti um 5,1 milljón hjá visi.is.