*

Hitt og þetta 3. október 2013

Vissir þú þetta um Kína?

Rauður er litur brúðarinnar og einu sinni þurfti fólk að heilsast og kveðjast í bundnu máli.

Á The Telegraph er bráðskemmtileg grein með allskyns fróðleiksmolum um Kína.

Lítum á nokkra góðar staðreyndir um Kína:

Mao formann langaði eitt sinn að niðurlægja Nikita Krushchev og ákvað því að fundur, sem fyrirhugaður var á milli þeirra, skyldi fara fram í sundlaug. Mao, sem var mikill sundgarpur, reyndi þar að klekkja á Krushchev sem kunni ekki að synda og hlakkaði Mao til að sjá Krushchev svamla um með kúta.  En þegar kom að fundinum þá sat Krushchev bara á bakkanum Mao til mikillar gremju.

Mjólkurís var fundinn upp í Kína um 2000 árum fyrir Krist. Ísinn var úr mjólk og hrísgrjónablöndu og geymdur í snjó.

Þrátt fyrir stærð landsins nær það bara yfir eitt tímabelti.

Á hverjum degi eru 1,7 milljón svína borðuð í Kína.

Á tímum Tang keisaraættarinnar var það skylda allra menntaðra manna að heilsast og kveðjast í bundnu máli sem var spunnið upp á staðnum.

Íbúar Hong Kong fá frí úr vinnu einu sinni á ári til að sópa í kringum grafir forfeðra sinna.

Kínverskar konur giftast oftast í rauðu sem er litur lukkunnar. Hvítur táknar dauðann.

Einn af hverjum fimm íbúum jarðar er kínverskur.

Stikkorð: Kína  • Kína  • Gaman  • Fróðleikur