*

Hleð spilara...
Heilsa 5. október 2012

Vöðvar þurfa ekki að vera stórir til að vera sterkir

Það er mikilvægt að standa upp frá tölvunni inn á milli til að viðhalda liðleikana og halda líkamanum í jafnvægi, segir jógakennari.

Birna Markúsdóttir, jógakennari, einkaþjálfari og þroskaþjálfi, segir tilganginn með jóga vera að róa huga og líkama og tengjast sínu æðra sjálfi. Jóga getur þó líka hentað þeim sem einfaldlega eru í leit að hentugri líkamsrækt og byggir jóga-iðkun upp liðleika, styrkleika og mikilvægt vöðvaþol. 

Auk hefðbundinnar jógakennslu mætir Birna á skrifstofur og kennir fólki sem alla jafna eyðir deginum framan við tölvuna hvernig það getur losað um líkamann yfir daginn. 

Stikkorð: Jóga  • Birna Markúsdóttir