*

Tíska og hönnun 3. ágúst 2020

Vogue velur flottustu grímurnar

Íslenskir tískuunnendur gætu þurft að bæta andlitsgrímum í fataskápinn eftir hertari aðgerðir stjórnvalda.

Andlitsgrímur hafa aldrei verið jafn áberandi og í kjölfar útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Ríkisstjórnir ýmissa þjóða hafa skyldað notkun gríma og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) byrjaði að mæla með notkun þeirra í byrjun júní. 

Minna hefur verið um notkun gríma á Íslandi en það gæti breyst í kjölfar nýrra takmarkana stjórnvalda sem tilkynnt var um á upplýsingafundi á fimmtudaginn. Krafist verður notkun gríma þegar ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli ótengdra einstaklinga. 

Vogue birti grein í vikunni þar sem tískutímaritið fer yfir hundrað flottustu andlitsgrímurnar sem eru til sölu í dag. Þar er mælt sérstaklega með grímum gerðum úr fataefni (e. cloth). Fyrir neðan er brot af úrvalinu. 

 

Still Here New York grímurnar skarta sínum einkennisstrípum. Sjá hér

Gulleit Daisy Jacquard gríma. Sjá hér

 

Skarlatsrauð silkigríma frá Lisa Von Tang. Sjá hér.  

 

Strigagríma frá Jeune Otte. Sjá hér.

 

Doppóttar kirsjuberja- og jarðaberjagrímur frá Gossamer. Sjá hér.

 

Ética grímur úr gallaefni. Sjá hér.

 

Einlita Revolve grímur sem ná undir höku. Sjá hér.  

 

Erdem blómagríma. Sjá hér.  

 

Jonathan Simkhai grímurnar fást í fjórum litum. Sjá hér

 

Rauð blómagríma frá Lovers + Friends. Sjá hér

 

Dökkblá blómagríma frá Araks. Sjá hér

 

Good American gríma í sand zebra litum. Sjá hér

Stikkorð: andlitsgrímur  • Vogue  • grímur