*

Sport & peningar 4. ágúst 2021

Vogunarsjóður fjárfestir í La Liga

Spænska úrvalsdeildin hefur samþykkt að selja 10% hlut í deildinni fyrir 2,7 milljarða evra.

Snær Snæbjörnsson

Spænska úrvalsdeildin, La Liga, hefur samþykkt að selja 10% hlut í deildinni til vogunarsjóðsins CVC Capital Partners. New York Times greindu fyrst frá.

CVC hefur samþykkt að fjárfesta 2,7 milljörðum evra í deildina gegn 10% hlut í nýju fyrirtæki sem mun halda utan um rekstur og eignir deildarinnar en samkomulagið metur deildina á um 24,3 milljarða evra. Um 90% fjármagnsins mun renna beint til liða deildarinnar en þau eiga enn eftir að samþykkja samkomulagið.

Afkoma deildarinnar dróst saman um 8% tímabilið 2019/2020 og þá hefur tekjufall vegna aðgöngumiða haft gífurleg áhrif á lið deildarinnar. Ljóst er að innspýtingin mun hafa jákvæð á tvö farsælustu lið deildarinnar, Real Madrid og Barcelona, sem hafa átt erfitt uppdráttar í faraldrinum og haldið að sér höndum á leikmannamarkaði.

Liðin tvö hafa orðið fyrir gífurlegu tekjufalli á árinu og því reynt að finna nýjar leiðir til að sækja fjármögnun. Þau voru meðal annars stofnmeðlimir evrópskar ofurdeildar að amerískri fyrirmynd. Liðin tvö hafa ekki enn gefist upp á áformum um deildina en forsvarsmenn Spænska knattspyrnusambandsins vonast eflaust til þess að samkomulagið verði til þess að minnka áhuga liðanna á deildinni en þau knattspyrnusambandið hafði áður harðlega gagnrýnt ofurdeildina.

Sjá einnig: Ofurdeild Evrópu - In Memoriam

Til marks um hveu erfitt uppdráttar félögin tvö hafa átt er eflaust best að líta til leikmannakaupa liðsins. Barcelona hefur eytt rétt rúmum 9 milljónum evra í leikmenn í sumar en á móti selt leikmenn fyrir 28,5 milljónir evra. Þá samþykkti launahæsti leikmaður liðsins, Lionel Messi, 50% launalækkun til að létta aðeins undir álaginu. Real Madrid hefur hins vegar ekki eytt krónu í leikmenn á þessu tímabili. Til samanburðar eyddu liðin 657 milljörðum evra tímabilið 2019/2020, síðasta tímabilið áður en faraldurinn skall á í Evrópu. 

CVC Capital var stofnað á níunda áratugnum og er með um 137,5 milljarða evra í stýringu. Félagið hafði áður reynt að kaupa 10% hlut í Ítölsku úrvalsdeildinni en það féll í gegn vegna ágreinings félaga deildarinnar um innkomu sjóðsins og var áður meirihlutaeigandi Formúlu 1 kappakstursins um tíma. Þá er félagið jafnframt stærsti hluthafi íslenska lyfjaþróunarfyrirtækisins Alvogen

Stikkorð: Barcelona  • Real Madrid  • CVC Capital Partners  • La Liga