*

Bílar 25. febrúar 2013

Volante sá nýjasti frá Aston Martin

Það er aldrei að vita nema James Bond láti sjá sig á nýjasta bílnum frá Aston Martin í næstu mynd.

Róbert Róbertsson

James Bond verður líklega  áhugasamur um þennan sem og flestir sannir bílaáhugamenn en nýr Aston Martin ofursportbíll mun líta dagsins ljós í sumar. Hann ber nafnið Vanquish Volante og verður ekta DB9, með blæju og öllu tilheyrandi. Líklegt er talið að Volante muni fá sömu 5,9 lítra V12 vélina sem er í Vanquish en hún skilar 565 hestöflum. Togið er væntnalega 457 Nm og stefnt er að því að hann komist úr kyrrstöðu í hundraðið á 4,1 sekúndu. 

Volante mun síðan einnig koma í coupe útfærslu að öllum líkindum síðar á árinu. Þetta er glæsilegur sportbíll í alla staði eins og vænta má af Aston Martin. Bíllinn verður vel búinn aukabúnaði og allur í leðri og flottheitum að innan. Líklegt er þó að hinn nýi Q muni þurfa að bæta vopnasafni sem aukabúnaði í bílinn fyrir 007 þ.e. ef njósnari hennar hátignar fær hann til noktunar í næstu Bond mynd.