*

Bílar 9. maí 2013

Volkswagen fær Pelé í lið með sér

Knattspyrnugoðsögnin Pelé ásamt fleiri kunnum köppum munu auglýsa Volkswagen í tengslum við HM og Ólympíuleikana.

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur skrifað undir samning við Volkswagen. Þessi knattspyrnugoðsögn mun vera fulltrúi bílaframleiðandans á meðan Heimsmeistaramótinu í knattspyrny í Brasílíu 2014 stendur og fram að Ólympíuleikunum í Rio 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Volkswagen.

Búast má við auglýsingaherferðum frá Volkswagen þar sem 60 ára veru Volkswagen í Brasilíu er fagnað. Pelé mun þá ásamt fleiri frægum brasílískum knattspyrnuköppum birtast í auglýsingum Volkswagen. Má þar nefna Roberto Rivellino (Rivellino), Raí Souza Vieira de Oliveira (Rai), Lucas Rodrigues Moura da Silva (Lucas) og Neymar da Silva Santos Júnior (Neymar).

Stikkorð: Volkswagen  • Pelé