
Smábíllinn Up, sem er nýjasti meðlimurinn í Volkswagen-fjölskyldunni, var valinn heimsbíll ársins 2012 á dögunum. Alls 64 blaðamenn frá 25 löndum stóðu að valinu sem var tilkynnt á Bílasýningunnií New York í byrjun mánaðarins.
Þrátt fyrir smæðina hlaut Volkswagen Up 5 stjörnur í árekstrarprófum EuroNcap og eyðslutölur eru frá 4,1 lítra á hundraðið. CO2 losunin er aðeins 96 g/km.
Miðað við smábíl er farangursrýmið samt furðu mikið eða 251 lítri.
Í boði verða tvær bensínvélar, 60 og 75 hestafla en metanútfærsla er væntanleg á næsta ári.
Volkswagen Up verður kynntur hér á landi í byrjun sumars.
Smár en knár
Stílhreinn
Fallegt um að litast úr bílstjórasætinu
Nóg pláss í farangursrýminu