*

Bílar 10. september 2019

Volkswagen ID.3 heimsfrumsýndur

Nýr rafbíll þýska bílaframleiðandans var heimsfrumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt í dag.

Volkswagen heimsfrumsýndi ID.3, fyrsta rafbílinn sem byggir á MEB-einingaframleiðslu, á bílasýningunni í Frankfurt í dag. Bíllinn hefur allt að 550 km drægni og kostar um fjórar milljónir íslenskra króna. ID.3 er fyrsta koltvíoxíðshlutlausa Volkswagen bifreiðin og hægt er að fylla á um 290 km drægni á 30 mínútum.

ID.3 er sérlega rúmgóður miðað við þennan flokk en sérstök rýmishönnun bílsins leggur línurnar fyrir framtíðina. MEB tryggir jafnframt kjördreifingu þyngdar og þá lipru aksturseiginleika sem fylgja afturhjóladrifi. Með tilkomu ID.3 stígur Volkswagen inn í útblásturslausa framtíð eins og það var orðað á kynningu bílsins í Frankfurt í dag

Á heimasíðu Volkswagen er nú hægt að tryggja sér eitt af fyrstu eintökum ID.3 1st edition sem verður framleiddur í takmörkuðu upplagi eða 30.000 eintökum í Evrópu. Með kaupum á 1st Edition er hægt að fá sérstaka viðhafnarútgáfu á undan öðrum. Forsala ID.3 hefur gengið vel samkvæmt upplýsingum frá bílaframleiðandanum en til þess að koma á móts við mikla eftirspurn náði Volkswagen á Íslandi að tryggja sér aukaeintök svo enn eru nokkur eintök til.

Miðað við íslenskt gengi og núverandi ívilnanir mun grunnverð á ID.3 verða innan við fjórar milljónir íslenskra króna samkvæmt upplýsingum frá Heklu, umboðsaðila Volkswagen á Íslandi.

Stikkorð: Þýskaland  • Volkswagen  • Frankfurt  • bílasýning  • rafbíll  • ID3