*

Bílar 13. mars 2012

Volt bíll ársins

Chevrolet Volt fékk byr í seglinn á bílasýningunni í Genf sem nú stendur yfir eftir lélega sölu í byrjun ársins.

Rafbíllinn Chevrolet Volt var valinn bíll ársins 2012 á bílasýningunni í Genf sem stendur nú yfir í. Bíllinn ber einnig heitið Opel Ampera, en bæði vörumerkin eru í eigu General Motors.

Valið stóð á milli 35 bíla og geysilega mikilvæg viðurkenning fyrir General Motors. Einnig ætti salan á Volt að vænkast en salan á bílnum hefur valdið miklum vonbrigðum það sem af er ári.

Volt fékk 330 stig en Volkswagen Up var í öðru sæti með 281 stig. Í þriðja sæti var Ford Focus með 256 stig.

Volt var valinn bíll ársins í Bandaríkjunum árið 2011 og grænasti bílinn 2011.

Bíll ársins 2012 sigraði aðallega vegna tækni en ekki fegurðar.

 

 

Lögreglan í New York hefur tekið 50 Volt bíla í notkun.

 

Stikkorð: Chevrolet Volt