*

Bílar 25. október 2013

Volvo fækkar störfum um 2000

Ársfjórðungsuppgjör veldur vonbrigðum.

Sænski bílaframleiðandinn Volvo ætlar að fækka störfum um 2000. Niðurstaða fjórðungsuppgjörs þriðja fjórðungs var langt undir væntingum. 

Hagnaður fyrir skatta var 1,7 milljarðar norskra króna, að því er norski viðskiptavefurinn e24 greinir frá. Það er um 34 milljarðar íslenskra króna. Í fyrra var hagnaður fyrir skatta 2,4 milljarðar, eða tæpir 50 milljarðar.

Niðurstaða ársfjórðungsuppgjörsins var kynnt í dag og á sama tíma var hagræðingaráætlun fyrirtækisins birt. 

Um 112 þúsund manns vinna hjá Volvo víðsvegar um heiminn. 

Stikkorð: Volvo
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is